Færsluflokkur: Bloggar

Snorri fær styrk!

Nú er Snorralingurinn ég glöðGrin

Landsbankinn hefur tekið sig til og styrkt Snorra verkefnið, en verkefnið er á vegum Þjóðræknifélags Íslands og gengur út á það að fólk á aldrinum 18 til 25 (ca.) kemur hingað til lands frá Bandaríkjunum og Kanada í þeim tilgangi að kynna sér land og þjóð og komast í snertingu við gamla föðurlandið. En eins og flest allir vita var fjöldinn allur af Íslendingum sem að fluttu til Vesturheims í kringum aldamótin 1900 og eiga mjög margir Íslendingar skyldmenni í Vesturheimi. 

IMG_0356Ég tók þátt í Snorra West verkefninu árið 2005 og er það verkefni sambærilegt Snorraverkefninu, nema hvað að þar fara Íslendingar til Manitoba í Kanada og kynna sér Íslendingaslóðir, eða Nýja Ísland eins og það var kallað. Í Kanada kynntist ég mikið af góðu fólki og bjó hjá íslensk ættaðri fjölskyldu í mánuð og svo vorum við hjá verkefnisstjóranum okkar henni Wöndu Anderson í viku, ásamt því að dvelja í viku í Winnipeg. Frá þessari ferð á ég nokkrar af mínum bestu minningum og hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel og mætt jafn mikilli velvild sem kemur frá þessu frábæra fólki sem kallar sig Vestur-Íslendinga. Fáir eru jafn stoltir af uppruna sínum og þeir, en einstaklega gaman er að sjá hversu vel íslenskan hefur varðveist og íslenskir siðir og venjur.

(Mynd. Hér erum við Snorra West þátttakendurnir við minnismerki í Gimli) 

Í gegnum Snorra West verkefnið hefur maður kynnst krökkum úr Snorra verkefninu. Í fyrra fengum við fjölskyldan 4 þátttakendur í Snorraverkefnunu í kvöldmat til okkar og svo fór ég með þau í smá rúnt um borgina og sýndi þeim áhugaverða staði. Allir eiga þessir krakkar það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á Íslandi og dvöl þeirra hér hefur í mörgum tilfellum orðið til þess að þau hafa snúið aftur og jafnvel dvalið hér í einhvern tíma. Þessi tengsl eru mjög mikilvæg bæði fyrir okkur Íslendinga og afkomendur okkar í Vesturheimi og gleðst ég mjög svo yfir þeim tíðindum að Landsbankinn ætli að taka sig til og styrkja þetta góða verkefni. Vinnan í kringum bæði Snorra og Snorra West verkefnin eru unnin mest megnis í sjálfboðavinnu og gestrisni þessa fólks er hreint út sagt ótrúleg.

Landsbankinn hefur að undanförnu verið að styrkja menningarmálefni, t.d. leikhúsið Vesturport svo dæmi sé nefnt og gott að sjá svona sterkan bakhjarl við íslenskt menningarlíf.

 IMG_0650

 

 

 

 

 

 

 

(Hérna erum við Snorra West þátttakendur í kvöldverði til heiðurs forsætisráðherra Íslands og ríkisstjóra Manitoba fylkis)

AAA013

 

 

 

 

 

 

 

(Hér eru þátttakendur í Snorra verkefninu árið 2005 í heimsókn á Akureyri) 

IMG_0676

 

 

 

 

 

 

 

 

(Ég með frábæru host fjölskyldunni minni á heimfarardaginn) 

 

IMG_0692

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Snorra West-farar við heimkomu í Leifstöð 8. ágúst 2005...skemmtilegasti hópurinn!)

 Hérna eru slóðir inn á heimasíðu Snorra verkefnisins og Snorra West verkefnisins:

www.snorri.is

www.snorriwest.ca 

 


mbl.is Landsbankinn styrkir Snorraverkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimleikafólkið okkar að gera það gott

Mikið er gaman að sjá þessa frétt inni á mbl.is en fréttir frá fimleikaheiminum hafa oftast verið mjög takmarkaðar og það sama má reyndar segja með blakið. Það virðist vera einhver vakning í þessum málum og nýjustu afrekum fimleikafólksins okkar hafa verið gerð góð skil í fjölmiðlum.

Það er ekki langt síðan að hópur P1 úr Gerplu varð Norðurlandameistari í hópfimleikum, en nokkrir af gömlu liðsfélögum mínum úr Stjörnunni voru í þeim hópi og gaman að sjá svona góðan árangur. Lið Ármanns/Gróttu var einnig í 2. sæti í flokki blandaðra liða (mix team - kk og kvk saman í liði) á sama móti. Í áhaldafimleikum varð ung stúlka að nafni Fríða Rún Einarsdóttir sexfaldur Norðurlandameistari unglinga sömu helgi og Norðurlandamótið í hópfimleikum fór fram.

Hérna sjáum við enn og aftur góðan árangur á erlendum vettvangi, en Íslendingar hafa hingað til ekki verið í fremstu röð í áhaldafimleikum. Fyrir utan Rúnar Alexandersson sem að komst í úrslit á bogahesti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2004.

Hér má sjá umfjallanir fjölmiðla um Norðurlandamótin sem haldin voru fyrir stuttu: 

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338273/14 

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338274/15

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301780/4

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=31740&ProgType=3004&progCItems=0&play=simple 

 http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=31657&ProgType=1002&ItemID=28583&progCItems=1

 

Árangurinn sem náðst hefur að undanförnu er skref í rétta átt og segi ég bara til hamingju við íslenska fimleikaheiminnSmile

Vonandi á mínum stelpum svo eftir að ganga vel á sínu móti um helgina, en þær eru að fara að keppa á Vormóti FSÍ og er það í fyrsta skiptið sem við tökum þátt í því móti. *krossa putta* um gott gengiWink


mbl.is Margrét Hulda í 53. sæti á EM í fimleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Adios!

Mig hefur lengi langað til þess að stofna svona moggablogg og skrifa um eitthvað annað en bara mitt daglega líf. Ég ákvað svo að láta verða af því áður en nafnið mitt yrði frátekið á blog.is, en ég náði að verða mér úti um www.asthildur.blog.is! Það líkar mérSmile

Það kemur náttúrulega líka inn í dæmið að ég á að vera að læra undir próf og klára verkefni og mér satt að segja hundleiðist það að sitja inni allan liðlangan daginn. Prófatíminn hefur lengi verið þekktur sem sá tími þar sem manni tekst ávallt að finna sér eitthvað allt annað að gera heldur en að læra og finna hinar furðulegustu ástæður fyrir lærdómspásum.... ég held að þetta sé eitt af þeim tilfellum. En hvað um það... kannski mun ég hafa eitthvað virkilega skemmtilegt að segja þegar framí sækirWink

Ég mun halda úti gamla blogginu mínu www.blog.central.is/snorriwest en þar verður meiri áhersla lögð á mig og mína, myndir og fleira.

En ég ætla að láta þetta nægja í bili... vildi bara henda inn smá texta til þess að koma þessu í gang.

Kv, Ásthildur 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband