Ekki er allt sem sýnist... eða hvað?

Eftir að hafa lesið þessa frétt og lesa smá pistil sem elskulegur pabbi minn skrifaði um skoðanakannanir (www.gunnar-a-bjarna.blog.is) verð ég einnig að tjá mig um þetta mál. Það er stórfurðulegt að fjölmiðlar skuli ekki fjalla (betur) um vikmörk kannana. Vikmörk skipta miklu máli þegar kannanir eru túlkaðar og umfjöllun sem inniheldur ekki þær upplýsingar getur varla talist fullnægjandi umfjöllun. Það er vonandi að breyting verði á!

Pabbi kom reyndar svo skemmtilega inn á það hvort að tölfræðikennslu væri jafnvel ábótavant, en pabbi hefur einmitt kennt tölfræði- og stærðfræðikúrsa í Háskólanum á Bifröst árin 1991 - 1995 og aftur árið 2003 (minnir mig). Ég var einmitt í prófi í kúrsi í dag sem að heitir Spurningakannanir og það vill svo til að kennslu hefur verið mjööög ábótavant. Umfjöllun kennara sem að fjallaði um tölfræðihlutann var engan veginn fullnægjandi og ég lærði fyrir prófið með því að lesa efni sem ég fann frá kennara í Viðskiptadeild HÍ þar sem að mitt eigið námsefni og útskýringar á því voru alveg út úr kú. Tölfræði er ekki eitthvað sem að maður lærir yfir nótt og nær að skilja og túlka upp á sitt eindæmi. Við stúdentar höfum nú reyndar ekki látið þetta lýðast og höfum haft samband við skorina okkar. Lykillinn að góðu námi er skipulögð og góð kennsla. Einnig hef ég lagt mikla áherslu á það að vilja sjá fleiri og betri verkefni svo að hægt sé að prófa áfram þá þekkingu sem maður fær í náminu.  Háskóli Íslands verður seint í toppi 100 bestu háskóla í heimi (hvað þá 500 eða meira) ef að ekkert verður aðhafst til þess að bæta gæði námsins og kennslunnar. Persónulega held ég að skólinn geti gert miklu betur en hann er að sýna í dag og vona ég að hann fari að sýna á sér betri hliðar í framtíðinni.

Bæjó! 


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Ásthildur

Ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér varðandi HÍ.  Það er orðið svolítið síðan að ég útskrifaðist þaðan ('94) en þegar ég byrjaði þar árið 1987 varð ég fyrir miklum vonbrigðum.  Kennslan var ákaflega slöpp í sumum grunngreinanna og maður fann ekki fyrir því að kennsla væri metnaðarmál hjá stofnuninni.  Ef að einhver nörd fékkst til að kenna var það nóg, hvort sem að viðkomandi hefði nokkra hæfileika eða þjálfun í starfið.  Sjálfsagt hefur ástandið batnað eitthvað síðan þá og vonandi hefur tilkoma HR hleypt einhverri samkeppni í þetta en hér þarf að gera miklu betur. 

Svanur Sigurbjörnsson, 9.5.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband