Áhugavert!

Ég bý í Kaupmannahöfn og ég get alveg trúað því að borgin sé sú umhverfisvænasta þegar kemur að takmarkaðri notkun bíla hér í borg. Það er meira að segja bölvað vesen að vera á bíl hérna.

Mig langar hins vegar að benda á það að hvergi annars staðar í heiminum hef ég séð jafn mikið magn auglýsingablaða og snepla hrúgast inn um lúguna hjá manni. Það virðist sem svo að Danir séu mjög uppteknir af öllu sem að tengist umhverfinu (eða 'klima') þessa dagana, en hvernig væri bara að byrja á byrjuninni og hætta að bera út auglýsingar á pappísformi í kílóavís í hverri viku. Það væri ágætis byrjun!
Heima ber ekki jafn mikið á þessum blaðasneplum og eru verslanir mun duglegri að nýta sér umhverfisvænari miðla líkt og internetið. Danir eru nokkrum skrefum á eftir okkur hvað þetta varðar.

Fleira var það nú ekki í bili.


mbl.is Kaupmannahöfn umhverfisvænust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér hefur nú fundist ansi mikil bílaumferð í K.höfn og á álgstímum er það skelfilegt. Auk þess fullyrði ég að fáar borgir í Evrópu eru jafn sóðalegar, bæði hvað varðar rusl á götum og þar er einnig mikið af ógæfufólki á vafri, betlandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 16:38

2 identicon

Einfaldast (frekar en að röfla bara yfir því) er að segja nei takk við auglýsingarnar - það gerir maður á pósthúsinu og fær þar til gerðan miða og svo kikirðu bara á allar þessar auglýsingar á netinu því þær eru þar líka hér hjá okkur.  Þá má bæta við að mér bregður oft er komið er til Reykljavíkur hve mikið rusl er þar miðað við fámenni og víðlendi þeirrar borgar.

nolli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 17:27

3 Smámynd: Ásthildur Gunnarsdóttir

Nolli, ég er nú aðallega að benda á fáránleika þess að vera að framleiða alla þessa blaðasnepla. Það getur varla verið umhverfisvænt. Ég ætla að nýta mér þessa ábendingu þína um að fá miða á lúguna. En meginefni þessarar færslu var að benda á hversu óumhverfisvænt er að dreifa þessum pappír út um allt sem endar svo bara í ruslinu og þar næst á haugunum. Ekki nema það sé einhver rosaleg endurvinnsla í gangi.

Bílaumferðin hérna er mjög mikil og tek ég heils hugar undir með þér Gunnar hvað það varðar. Borgin er ekki gerð fyrir bíla og ég held að stefna í samgöngumálum sé ekki á þá leið að gera bílaeigendum auðveldara fyrir.

Ásthildur Gunnarsdóttir, 8.12.2009 kl. 17:38

4 identicon

Mjög gódar, nákvaemar og réttar ábendingar hjá nolla. 

Gunnar Th. Gunnarsson skrifar:

"og þar er einnig mikið af ógæfufólki á vafri, betlandi."

Rétt er: og thar er einnig margt ógaefufólk á vafri, betlandi

Mikid af sykri...margt fólk.

Ktranazazz (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 17:40

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir ábendinguna, Ktranazazz.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 18:52

6 identicon

Sá nú könnun um daginn þar sem kemur fram að næstum 40% allra í K øben fara á hjóli í vinnuna og mér skilst líka að borgin er viljandi "illa"hönnuð fyrir bíla til þess að hvetja fólk til þess að nota aðra ferðamáta. Þannig verða umferðateppur algengari sem myndi útskýra afhverju bílaumferðin virðist mikil.

Post Script: Veit vel að göturnar eru ekki "illa" hannaðar en þið hljótið að skilja hvað ég á við.

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband