Vetrarfærð?

Nú veit ég ekki hvernig ástandið á Jótlandi er, en ég bý í miðri Kaupmannahöfn og hér er í mesta lagi 5 cm snjóbreiða (en 3 cm væru nærri lagi) og enginn snjór á götunum. Ég heyrði þó frá vinkonu minni sem býr einnig hér í borg að það hefði tekið hana rúma 2 tíma að komast í skólann með strætó, leið sem tekur yfirleitt í kringum 45 mínútur. Umferðin virðist lamast við örlitla snjókomu og sem Íslendingi, sem er nú ýmsu vanur hvað færð og veður varðar, finnst manni þetta nú dálítið broslegt. Ég held það yrði nú eitthvað hlegið ef björgunarsveitir væru kallaðar úr í svona veðri heima.
En hver veit, kannski er vetrarfærðin meiri á öðrum stöðum á landinu.
mbl.is Vetrarfærð í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband