Vetrarfærð?

Nú veit ég ekki hvernig ástandið á Jótlandi er, en ég bý í miðri Kaupmannahöfn og hér er í mesta lagi 5 cm snjóbreiða (en 3 cm væru nærri lagi) og enginn snjór á götunum. Ég heyrði þó frá vinkonu minni sem býr einnig hér í borg að það hefði tekið hana rúma 2 tíma að komast í skólann með strætó, leið sem tekur yfirleitt í kringum 45 mínútur. Umferðin virðist lamast við örlitla snjókomu og sem Íslendingi, sem er nú ýmsu vanur hvað færð og veður varðar, finnst manni þetta nú dálítið broslegt. Ég held það yrði nú eitthvað hlegið ef björgunarsveitir væru kallaðar úr í svona veðri heima.
En hver veit, kannski er vetrarfærðin meiri á öðrum stöðum á landinu.
mbl.is Vetrarfærð í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gyllenhaal í 66°Norður

Gaman að sjá Jake Gyllenhaal í jakka frá 66°North. Íslenskar útivistavörur (66°North og Cintamani) ættu að eiga alla möguleika á því að njóta velgengni á erlendum mörkuðum. Eftir heimsókn á heimasíðu 66°North komst ég að því að fyrirtækið er með verslanir mun víðar en ég hélt. Flott hjá þeim og áfram Ísland!
mbl.is Sambandsslit hjá Witherspoon og Gyllenhaal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugavert!

Ég bý í Kaupmannahöfn og ég get alveg trúað því að borgin sé sú umhverfisvænasta þegar kemur að takmarkaðri notkun bíla hér í borg. Það er meira að segja bölvað vesen að vera á bíl hérna.

Mig langar hins vegar að benda á það að hvergi annars staðar í heiminum hef ég séð jafn mikið magn auglýsingablaða og snepla hrúgast inn um lúguna hjá manni. Það virðist sem svo að Danir séu mjög uppteknir af öllu sem að tengist umhverfinu (eða 'klima') þessa dagana, en hvernig væri bara að byrja á byrjuninni og hætta að bera út auglýsingar á pappísformi í kílóavís í hverri viku. Það væri ágætis byrjun!
Heima ber ekki jafn mikið á þessum blaðasneplum og eru verslanir mun duglegri að nýta sér umhverfisvænari miðla líkt og internetið. Danir eru nokkrum skrefum á eftir okkur hvað þetta varðar.

Fleira var það nú ekki í bili.


mbl.is Kaupmannahöfn umhverfisvænust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sellóið fær að vera í friði... í bili a.m.k.

Eins og ég er ánægð með að Ísland komst áfram í keppninni, þá var ég nú hálfpartinn farin að hlakka til þess að sjá Sigmar éta sellóið! Hann var nú orðinn frekar órólegur karlinn þegar einungis eitt umslag var eftir og nafn Íslands hafði ekki enn birst á skjánum. Gaman að þessuSmile

Nú getum við Íslendingar fagnað og gert okkur glaðan dag á laugardaginn, eins og okkur einum er lagið!


mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er ég glöð...

...að einhver sé farinn að hugsa um hagsmuni annarra íþróttagreina og banna þetta bölvaða harpix. Harpix er svo klístrað að það festist við gólf og aðra húsmuni og skapar hættu fyrir íþróttafólk sem kemur inn í íþróttasalina á eftir handboltaliðunum. Austurberg er eitt af þeim íþróttahúsum sem hefur hingað til verið á kafi í Harpix og þykir fæstum blakmönnum gott að spila þar (tek það sem dæmi, þar sem ég spila blak). Þegar við Þróttarar keppum við HK þá þarf oft að skúra gólfið þar oftar en einu sinni áður en við getum komist inn á gólfið vegna klístursins á gólfinu.

Einna verst finnst mér að horfa upp á alla fimleikakrakkana í Stjörnunni sem æfa berfætt og eiga það á hættu að stíga í Harpixklessur á gólfinu. Það er ekki smekklegt. En blessunarlega nær starfsfólk að þrífa Ásgarð mjög vel eftir handboltaleiki.


mbl.is Vandi út af harpixbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pabbi minn er bestur!

Þessu er ég hjartanlega sammála. Ég er alveg handviss um að pabbi minn hafi haft heilmikil áhrif á mig og mitt makaval. Það vill svo skemmtilega til að pabbi og Bjössi eiga afmæli með eins dags millibili, 16. og 15. mars og þar af leiðandi í sama stjörnumerkinu. Það eitt segir nú kannski ekki mikið, en ég og pabbi höfum í gegnum tíðina verið perluvinir og skemmt okkur vel saman. Mamma mín og pabbi eru gift, þannig að ég hef ekki þurft að ganga í gegnum skilnað né neitt svoleiðis. Ég tel mig mjög heppna að því leyti.

Mér finnst ég oft finna fyrir því að börn foreldra sem eru ekki saman séu almennt rótlausari heldur en ella og er ég nokkuð viss um að ég væri ekki sami karakterinn ef ég hefði ekki fengið að njóta þess alla tíð að vera í kringum pabba minn.


mbl.is Feður geta haft áhrif á makaval kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegt

Mikið er ljótt að sjá alla þess glæpi sem framdir eru sökum trúar og hefða. Í Bretlandi er fjöldinn allur af innflytjendum og því kemur það kannski ekki á óvart að svona lagað eigi sér stað þar í landi. Þrátt fyrir það er þetta háalvarlegt og mjög brýnt að reynt verði að sporna við glæpum sem þessum.
mbl.is Segja að sæmdarglæpum fari fjölgandi í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barn verður fyrir barðinu á menningarlegum ágreiningi...

Mikið er sorglegt að sjá svona hluti gerast. Fyrir mér er þetta skýrt dæmi um það að hlúa verði betur að innflytjendum og hjálpa þeim við að aðlagast í því landi sem þeir setjast að í. Af hverju á lítið barn að gjalda fyrir þennan mun á menningarheimum... maður hefði haldið að best væri fyrir barnið að aðlagast aðstæðum og jafnvel gæti svo verið að það hafi búið þar alla tíð. Þá eru önnur menningarleg gildi foreldranna sem hamlar barninu við það að samlagast þjóðfélaginu.

 Ég held að yfirvöld þurfi í enn frekari mæli að beina sjónum sínum að innflytjendamálum og taka til í þeim málum. Ekki bara á Íslandi, heldur alls staðar í heiminum.


mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er vænt sem vel er grænt...

Grænt blóð... það kalla ég nú töff!!! Alveg er ég viss um að karlinn sé geimvera í felum á jörðinniWink.....NOT (*borat style*)

 Ég var í blóðprufu í fyrradag og það vildi ekki betur til en að hjúkkan fann æð hjá mér, var komin inn í hana en æðadruslan vildi bara ekki svara og láta dæla úr sér... þetta hafði í för með sér alls kyns pot og þreifanir með nálina ennþá í hendinni og það var alls ekki gott skal ég segja ykkur. Það hefði nú verið ágætis grín ef grænt blóð hefði runnið úr æðum manns á þeirri stundu. Mér hefði a.m.k. verið skemmt!

 Annars var dr. Spock alveg mega svalur gaur! Þættirnir voru samt aðeins fyrir mína tíð, en ég horfði á þá þætti sem síðar komu... hvort það hafi verið Star Trek þættirnir. Það var allavega fastur liður í barnæsku minni að setjast niður fyrir framan imbann og horfa á geimverurnar, líf þeirra og tilveru í geimstöðvum alheimsins. Good times!


mbl.is Blæddi grænleitu blóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er allt sem sýnist... eða hvað?

Eftir að hafa lesið þessa frétt og lesa smá pistil sem elskulegur pabbi minn skrifaði um skoðanakannanir (www.gunnar-a-bjarna.blog.is) verð ég einnig að tjá mig um þetta mál. Það er stórfurðulegt að fjölmiðlar skuli ekki fjalla (betur) um vikmörk kannana. Vikmörk skipta miklu máli þegar kannanir eru túlkaðar og umfjöllun sem inniheldur ekki þær upplýsingar getur varla talist fullnægjandi umfjöllun. Það er vonandi að breyting verði á!

Pabbi kom reyndar svo skemmtilega inn á það hvort að tölfræðikennslu væri jafnvel ábótavant, en pabbi hefur einmitt kennt tölfræði- og stærðfræðikúrsa í Háskólanum á Bifröst árin 1991 - 1995 og aftur árið 2003 (minnir mig). Ég var einmitt í prófi í kúrsi í dag sem að heitir Spurningakannanir og það vill svo til að kennslu hefur verið mjööög ábótavant. Umfjöllun kennara sem að fjallaði um tölfræðihlutann var engan veginn fullnægjandi og ég lærði fyrir prófið með því að lesa efni sem ég fann frá kennara í Viðskiptadeild HÍ þar sem að mitt eigið námsefni og útskýringar á því voru alveg út úr kú. Tölfræði er ekki eitthvað sem að maður lærir yfir nótt og nær að skilja og túlka upp á sitt eindæmi. Við stúdentar höfum nú reyndar ekki látið þetta lýðast og höfum haft samband við skorina okkar. Lykillinn að góðu námi er skipulögð og góð kennsla. Einnig hef ég lagt mikla áherslu á það að vilja sjá fleiri og betri verkefni svo að hægt sé að prófa áfram þá þekkingu sem maður fær í náminu.  Háskóli Íslands verður seint í toppi 100 bestu háskóla í heimi (hvað þá 500 eða meira) ef að ekkert verður aðhafst til þess að bæta gæði námsins og kennslunnar. Persónulega held ég að skólinn geti gert miklu betur en hann er að sýna í dag og vona ég að hann fari að sýna á sér betri hliðar í framtíðinni.

Bæjó! 


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband