Fimleikafólkið okkar að gera það gott

Mikið er gaman að sjá þessa frétt inni á mbl.is en fréttir frá fimleikaheiminum hafa oftast verið mjög takmarkaðar og það sama má reyndar segja með blakið. Það virðist vera einhver vakning í þessum málum og nýjustu afrekum fimleikafólksins okkar hafa verið gerð góð skil í fjölmiðlum.

Það er ekki langt síðan að hópur P1 úr Gerplu varð Norðurlandameistari í hópfimleikum, en nokkrir af gömlu liðsfélögum mínum úr Stjörnunni voru í þeim hópi og gaman að sjá svona góðan árangur. Lið Ármanns/Gróttu var einnig í 2. sæti í flokki blandaðra liða (mix team - kk og kvk saman í liði) á sama móti. Í áhaldafimleikum varð ung stúlka að nafni Fríða Rún Einarsdóttir sexfaldur Norðurlandameistari unglinga sömu helgi og Norðurlandamótið í hópfimleikum fór fram.

Hérna sjáum við enn og aftur góðan árangur á erlendum vettvangi, en Íslendingar hafa hingað til ekki verið í fremstu röð í áhaldafimleikum. Fyrir utan Rúnar Alexandersson sem að komst í úrslit á bogahesti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2004.

Hér má sjá umfjallanir fjölmiðla um Norðurlandamótin sem haldin voru fyrir stuttu: 

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338273/14 

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338274/15

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301780/4

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=31740&ProgType=3004&progCItems=0&play=simple 

 http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=31657&ProgType=1002&ItemID=28583&progCItems=1

 

Árangurinn sem náðst hefur að undanförnu er skref í rétta átt og segi ég bara til hamingju við íslenska fimleikaheiminnSmile

Vonandi á mínum stelpum svo eftir að ganga vel á sínu móti um helgina, en þær eru að fara að keppa á Vormóti FSÍ og er það í fyrsta skiptið sem við tökum þátt í því móti. *krossa putta* um gott gengiWink


mbl.is Margrét Hulda í 53. sæti á EM í fimleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband